Laugardagur, 20. júní 2020
Ferðast innan lands
Ég fór hringinn, þ.e. ég fór suðurleiðina til Borgarfjarðar eystra og var í tæpa viku og kom svo norðurleiðina heim. Ég held að við Íslendingar höfum upp til hópa verið mikið á ferðinni það sem af er júní. Ég ætlaði að borða á Hraunsnefi í Borgarfirði í gærkvöldi en þar var allt fullt og líka á tveimur öðrum matsölustöðum í grennd.
Ætlar ferðaþjónustan ekki að senda út tilkynningu um að allt sé á uppleið? Eða Vinnumálastofnunin?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.