Verslun á Laugaveginum

Ég á oft leið um Laugaveginn gangandi og hjólandi. Ég hef margsinnis verslað á veitingastöðunum, keypt ís, keypt í matinn, látið smíða lykla, keypt hengilás, látið gera við hjólið á Hverfisgötunni, keypt afmælisgjafir allt árið og keypt jólagjafir í desember. Mig vantar hins vegar ekki gallabuxur, gleraugu og skartgripi í hverri viku og aldrei orf og ljá.

Image

Frá mínum bæjardyrum séð er vöruúrvalið helsta vandamálið við verslun á Laugaveginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, þú hjólar þá væntanlega úr Grafarvoginum eða Breiðholtinu og niður í bæ á hverjum degi?

Þorsteinn Siglaugsson, 22.6.2020 kl. 10:35

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, og ég lét hvergi í það skína. Ég kann hins vegar á strætó og myndi treysta mér til að læra á bílastæðahúsin ef ég þyrfti að nota þau. En þú?

Berglind Steinsdóttir, 22.6.2020 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband