Heimilislausir

Getur verið að það sé sama fólkið sem hefur hátt um að Íslendingar hafi nóg með sitt eigið fólk og eigi ekki að hjálpa flóttamönnum og sem vill ekki hafa smáhýsi fyrir að öðru leyti heimilislausa í næsta nágrenni við sig?

Ég hef velt fyrir mér hvort ég sé svona glámskyggn sjálf en ég bý ekki langt frá Konukoti og ég finn aldrei fyrir neinu. Ég var svo óheppin í mínu fyrra lífi að búa í sama húsi og óreiðumaður sem borgaði aldrei í sameiginlegum orkureikningum hússins en ríki pabbinn hans átti íbúðina og borgaði alltaf á endanum. Af þessum manni og reyndar pabba hans var meira ónæði en heimilislausu ógæfufólki sem mér skilst að búi nálægt mér núna. Ég ætla ekki að skrifa nafnið á pabba kjallarabúans en hann er nafntogaður lögfræðingur sem breytti um hluta af nafninu eftir dóm. Ég giska á að hann sé núna nýorðinn 74 ára.

Menntaða og sterkefnaða fólkið er ekki alltaf besti pappírinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög leitt hvað borginni hefur gengið illa að koma smáhýsunum fyrir en fjölmargar tillögur um staðsetningu hafa komið fram, víðsvegar um borgina. Upp hafa sprottið alls kyns mótmæli og leiðinda athugasemdir. Í mínu hverfi var óskað eftir að koma smáhýsunum fyrir á malarplani við Suðurlandsbrautina sem í dag gerir lítið gagn annað en að geyma bílaleigubíla. Í þau stóð til að myndi flytja fólk úr hverfinu sem er heimilislaust. Ég vona að hýsin fái að koma þarna. 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.6.2020 kl. 12:41

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, enginn virðist vilja fá þau í sitt hverfi en það er einmitt brýnt að þau séu víða. 

Berglind Steinsdóttir, 23.6.2020 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband