Miðvikudagur, 24. júní 2020
Moldvarpa í bíl?
Ef hægt er að hraða umferð bíla með því að gera stokk á fjölförnum stöðum og færa bílaumferð niður til þess að auka umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgangna ofan á stokknum ætti enginn bílstjóri að þurfa að vera svo lengi niðri í bílnum sínum að hann breytist í moldvörpu.
Áhersla á einkabílinn hlýtur að þjóna helst framleiðendum bílanna og seljendum eldsneytis, já, og kannski þeim verktökum sem gera umferðarmannvirkjaslaufurnar. Ég er svo heppin að geta hjólað flestra minna ferða en skil ekki af hverju kantar eru settir svo víða sem hægja á mér niður af gangstéttum og upp á þær hinum megin. Ég er ekki að tala um neinn ógnarhraða á mér, bara eðlilegan ferðahraða miðað við aðra umferð, en það er verra fyrir dekkin að rekast harkalega á kantana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.