Fimmtudagur, 25. júní 2020
Veð í heiðarleika
Undanfarin tvö ár eða svo hef ég verið mjög stúrin eftir að ég komst að því að bróðir minn, Guðmundur Steinsson, svokallaður garðyrkjumaður á Sólheimum, ætlaði alveg kinnroðalaust að stela af mér mörgum milljónum.
Ef ég væri að lesa þetta og vissi ekkert um málið myndi ég hugsa: Af hverju, ha, hvað, hvernig gat maður stolið milljónum af systur sinni?
Ég hef rakið það í mörgum bloggfærslum en megininntakið er að ég lánaði honum pening sem hann ætlaði að endurgreiða þegar hann gæti. Lánið var ekki með veði í neinum eignum, ekki þinglýst og ekki undirrituð skuldaviðurkenning vegna þess að 5 milljónir af 7 voru málamyndalán, handveð í bankainnstæðu sem bankinn gekk samt að, og 2 milljónirnar voru skammtímalán til að borga lausaskuldir vegna fyrirtækis.
Ég vorkenndi honum. Hann rak fyrirtæki og það gekk svona upp og niður. Ég var ekki blönk enda hef ég alltaf verið í vinnu og farið vel með. Að auki hefði hann annars beðið mömmu og pabba um lán og ég vildi hlífa þeim. Já, ég er bara drullugóð manneskja.
Veðið var í heiðarleika bróður míns sem reynist þá enginn vera. Og ég hef miklar áhyggjur af því að þegar hann klárar allt illa fengna féð reyni hann að svíða peninga af nytsömum sakleysingjum á Sólheimum. Ég rétt missti af skoðunarferð um Sólheima með Gumma græna á laugardaginn, voðalegt vesen.
Varist þennan mann ef þið viljið komast hjá fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni. Hann er nefnilega útsmoginn og fólk með harðan skráp hefur látið hann féfletta sig með mærðinni um eigin gæði.
Athugasemdir
Þann 2. júní 2016 sendi Prins Póló frá sér nýtt lag. Ég heyrði það reyndar ekki fyrr en nokkru síðar og enn nokkru síðar náði textinn til mín. Mér finnst hann algjörlega frábær og hann minnir mig aftur og aftur á að dvelja ekki í leiðindunum, sérstaklega þeim sem ég get ekki breytt. Því fylgir mikið frelsi og það gerir dagana svo miklu skemmtilegri. Mæli með - "Læda slæda" þó manni sé skapi næst að ganga berserksgang.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.6.2020 kl. 11:15
Takk fyrir. Sjálfsagt mál að gleyma Gumma með öllu þegar hann er búinn að borga mér skuldina. Tek fram að ég lem engan með hnúunum, bara með orðum, meiningum, upplýsingum og upprifjunum.
Vil margt annað gera við 12 milljónir en að sjá þær fara í hítina hans bróður míns.
Berglind Steinsdóttir, 26.6.2020 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.