Ég misreiknaði

Ég var búin að spá Guðmundi Franklín 12% greiddra atkvæða en hann fékk sem betur fer bara 7,8%. Hann sagðist vilja gera embættið pólitískara og ég hef aldrei viljað hafa pólitíkus á Bessastöðum. Ég skilaði auðu 1996 þegar Ólafur Ragnar var kosinn í fyrsta skipti þótt mér líkaði t.d. ágætlega við Guðrúnu Agnars, ég vildi bara ekki hafa manneskju með miklar flokkspólitískar skoðanir í embætti þjóðhöfðingja, embætti sem á að geta hlustað á sjónarmið allra og komið auga á lausnir. Ég held að við vitum öll að flestir harðsvíraðir pólitíkusar líta á hlutina úr sínum eigin bæjardyrum.

Mér hefur líkað vel við Guðna en hann er auðvitað afskaplega hefðbundinn í starfi. Sem manneskja er hann svo elskulegur og hispurslaus, alúðlegur og umhyggjusamur. Ég var á fjöllum í gærdag og kaus þess vegna utan kjörfundar en viðurkenni að í gærkvöldi þráspurði ég þá sem voru með betra net hver kjörsóknin hefði verið.

Guðni er forsetinn minn en á fjöllum held ég að uppáhaldsstaðurinn sé Morinsheiði. Meðfylgjandi mynd tók ég af henni í gær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband