Miðvikudagur, 1. júlí 2020
Grjónagrautur
Það er svo undarlegt að ég eldaði grjónagraut í fyrsta skipti á ævinni í dag. Að minnsta kosti man ég ekki eftir að hafa eldað hann sjálf. En vitið þið hvað, maður þarf að hræra í grjónunum í KLUKKUTÍMA meðan þau sjóða. Það er klikkun fyrir svona einfaldan mat. Ég lét grjónin liggja í bleyti í heilan sólarhring, lét svo suðuna koma upp á grjónunum bara í vatni, þ.e. áður en ég bætti mjólkinni við, og samt var þetta kleppsvinna.
Svo sá ég þessa uppskrift, grjónagraut eldaðan í ofni! Ekkert að hræra, ekkert að vakta. Prófa það næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.