Sunnudagur, 5. júlí 2020
Hver er fíkill og hver er neytandi?
Ég verð að segja að loksins núna, þegar Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur talaði um neyslu neysluskammta og muninn á fíkn og neyslu, sá ég stóra fíknimálið í öðru samhengi. Sko, ég hef ekki skilið af hverju sá sem fellur fyrir dópi er verri manneskja en sá sem fellur fyrir brennivíni. Vinnuveitendur gefa starfsmönnum veikindaleyfi til að fara í áfengismeðferð og tryggingakerfið tekur þátt í því en þeir sem ánetjast töflum, e.t.v. upp úr verkjatöfluáti, eru úthrópaðir sem glæpamenn. En svo eru auðvitað þeir sem nota dóp bara til hátíðabrigða ...
Þetta er veruleiki sem ég skil ekki en ég hef samúð með veiku fólki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.