Abilene-þversögnin, með öðru orði: meðvirkni

Þegar ég lærði smávegis um opinbera stjórnsýslu í HÍ fyrir þremur árum var í einhverri námsbókinni lítil rammagrein um Abilene-þversögnina, um fólk sem ákveður að gera eitthvað sem það heldur að hinum sé þóknanlegt í stað þess að ræða málin og finna út hvað fólk raunverulega vildi. Mér hefur oft orðið hugsað til hennar en enginn hefur nokkru sinni kannast við þetta hugtak í nærumhverfi mínu. Svo birtist bara grein í blaði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vissi ekki að þetta sálfræðiástand hefði skilgreint heiti - takk fyrir það. Lausnin sem greinarhöfundur stingur uppá er hins vegar röng, en það væri of langt mál að útskýra hér. Mun áreiðanlega fjalla um það áður en haustar.

Bestu kveðjur.

ps. Hef ánægju af færslunum þínum.

Guðjón E. Hreinberg, 12.7.2020 kl. 18:43

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk fyrir það. Ég held svo sem að þetta sé ekki sérlega viðurkennt heiti, þá væri hugtakið útbreiddara. En pælingin er áhugaverð og fólk mætti vera duglegra að segja hvað það raunverulega vill frekar en að gefa sér of mikið.

Bestu kveðjur til þín sjálfs á móti.

Berglind Steinsdóttir, 12.7.2020 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband