Föstudagur, 10. júlí 2020
Síminn auglýsir
Ég átti leið framhjá strætóskýli í morgun og sá auglýsingu sem truflaði mig mjög mikið.
Fallið er vitlaust. Það á að standa: Sumarið er þitt með tíföldum gígabætum. Á öðrum flettum frá Símanum var fallið rétt á þeim orðum en ég man ekki hver þau eru.
Hitt sem er ekki síður áhugavert er að efst á skjánum eru upplýsingar um hversu langt er í tiltekna vagna. Frábært. Ég hafði ekki séð þetta enda fer ég næstum allra minna ferða á hjólinu. Áfram Strætó!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.