Leiðinlegi nágranninn

Ég er leiðinlegi nágranninn. Ég slæ ekki grasið, raka það ekki heldur, reyti ekki arfann og grisja ekki skóginn í garðinum. Ég hef ekki rænu á að pússa upp og olíubera útihurðina svo hún verði eins og hjá nágrannanum. Ég fer aldrei út í garðinn af því að ég er með fínar svalir en það er ekki boðleg afsökun. Ég er einfaldlega latur nágranni. Ég á fullt í fangi með að reyta í blómabeðinu á svölunum, umpotta í stóru kerjunum, farga úr sér gengnum húsgögnum og stúta geitungabúum. Þetta er samt ekki boðleg afökun, ég er einfaldlega lati nágranninn sem þarf að segja við: „Á sunnudaginn höfum við garðdag.“ Þá mæti ég og geri það sem fyrir mig er lagt. En það er leiðinlegt að hafa svona manneskju í húsinu sem þarf að segja hvað á að gera.

Bara svona ef einhver skyldi halda að ég héldi að ég væri fullkomin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband