Leiðinlegi nágranninn II

Ég er ekki með græna fingur og hef engan sérstakan áhuga á garðrækt, vil bara að gróðurinn renni upp af sjálfu sér og fyrirhafnarlaust fyrir mig. Ég puðast samt á svölunum (bílskúrsþakinu) við að sópa saman laufblöðum og gróum, færi til garðhúsgögnin og lét í fyrrasumar dúkaleggja svalirnar (bílskúrsþakið) af því að það lak niður í bílskúrinn sem ég á ekki. En mér finnst þetta leiðinlegt og ég fresta því eins lengi og ég get. Og ég vorkenni nágrönnunum að geta horft niður á óræktina á svölunum mínum.

Bara svona ef einhver skyldi halda að ég héldi að ég væri fullkomin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband