Leiðinlegi nágranninn III

Þegar ég ólst upp í Goðheimunum vorum við krakkarnir alltaf úti að leika okkur. Það var brennó, teygjó, yfir og feluleikir. Ég er farin að gleyma sumum leikjunum en stundum vorum við líka bara að kjafta. Þessu fylgja góðar minningar. Gatan mín núna er friðsæl og fín en strætó keyrir hana samt og ég sé aldrei krakka leika sér úti á götu, sem betur fer, en ekki heldur í garðinum mínum. Að vísu eru engin lítil börn í húsinu ...

En ég er því miður ekki nágranninn sem dríf alla af stað í götugrill eða eitthvað sameiginlegt. Ég er víða drífandi en ekki sem nágranni.

Svona ef einhver skyldi halda að ég héldi að ég væri fullkomin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband