Hver gefur bróður sínum andvirði eins fjórða úr íbúð?

Gummi bróðir minn, svokallaður garðyrkjumaður á Sólheimum, fékk lánaðan hjá mér pening árið 2008, pening sem hefði dugað fyrir einum fjórða úr íbúð. Ég hefði þurft að hefja innheimtu hjá honum innan fjögurra ára en ég gerði það ekki. Hvers vegna ekki? Ég þekkti ekki fyrningarlögin og mig óraði ekki fyrir því að hann væri svona forhertur þjófur. Hann var ekki borgunarmaður fyrir láninu þá og hefði þurft að fá bankalán sem ég ætlaði einmitt að forða honum frá í upphafi.

Fólk mér vinveitt hefur hvatt mig til að gefa það upp á bátinn að innheimta lánið. Mér finnst það eins og að hvetja fórnarlamb til að draga sig inn í skel og sleikja sárin afsíðis í stað þess að krefjast þess réttlætis sem því ber. Lögin vernda menn eins og bróður minn. Lögin gera ráð fyrir einhvers konar skynsemi. Bróðir minn, Gummi Steins, ætlar í skjóli laganna að hafa af mér einn fjórða úr íbúðarverði og ég get ekki sætt mig við það. Eftir því sem ég kemst næst lætur hann ekki einu sinni dætur sínar njóta góðs af ránsfengnum. Ég veit ekki í hvað hann hefur eytt peningnum því að hann fékk líka arf eftir foreldra okkar en mér hefur helst dottið í hug að hann hafi stofnað til eiturlyfjaskulda. Hann hætti að drekka áfengi fyrir sirka 30 árum en hann er náttúrulegur fíkill eftir sem áður og þyrfti að fá lækningu en ekki eftirgjöf skulda sem hann er borgunarmaður fyrir núna.

Fyrir tveimur og hálfu ári, þegar mamma okkar dó, sýndi hann sitt rétta eðli. Einhverjir voru búnir að átta sig á honum en ekki ég. Þá fór hann fram með offorsi gegn systur okkar og hótaði henni málaferlum. Fyrir hvað? Fyrir að standa vörð um fjármál foreldra okkar.

Pabbi var þá lifandi og nýkominn á Hrafnistu. Á einu ári og níu mánuðum fór Gummi fjórum sinnum til hans og fyrst og fremst til að suða um peninga. Pabbi spurði mig einu sinni með tárin í augunum hvort ég gæti lánað Gumma peninga. Þá var hann búinn að skrúfa fyrir alla velvild mína, góðsemi og einfeldni gagnvart honum og ég hristi bara hausinn. „Þá nær það ekki lengra,“ sagði pabbi og við ræddum það ekki framar.

Pabbi spurði stundum um Gumma og hvers vegna hann kæmi aldrei í heimsókn. Starfsfólkið á Hrafnistu hélt að við værum bara þrjú systkinin. Gummi er fjórði maður og kom aldrei til að stytta pabba stundir. Honum var sama um hann og vildi bara peningana hans. Ég fullyrði það.

Ég veit ekki af hverju ég ætti að þegja um þetta. Ég veit að margt fólk er óheiðarlegt, og margt hvert hærra sett en bróðir minn, og að ég má allt eins þakka fyrir að hafa bara einn skúrk í minni fjölskyldu en ég neita að þegja um það. Og ég ætla ekki að hætta að innheimta lánið. Ég neita að láta kúga mig til að þegja um andlegan ofbeldismann og þjóf. En takið eftir því að þótt mér sé meinilla við lögmanninn sem tók að sér að reka málið fyrir hann hef ég ekki nafngreint hann. Ég samsama hann ekki verkefninu og hann nýtur nafnleyndar. Bróðir minn gerir það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Berglind, þau leynast víða skítseiðin, enn fyrir ærlega tekur á stundum tíma að læra að verjast þeim og þó að það hafi lærst að einhverju leiti þá er það svo að ærlegir eru ekki alltaf á vakt yfir öllu í kringum sig, en þjófar eru það alltaf.

 

Í mínu tilfelli er ekki eins mikið af peningum í málinu og hjá þér, en særindi vegna þess að geta ekki efnt loforð við pabba um að gæta bóka hans, sem hann gaf mér. En systursonur minn stal þeim og seldi, hann vantaði alltaf peninga.

 

En mann vesalingurinn gat víst ekkert gert að þessu, þarsem hann er mjög líkur pabba sínum. Sá var skíthæll sem ég fékk ekki tíma til að drepa, en hann drap systur mína og og slapp við mig og varð sjálf dauður.

 

 

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 20.7.2020 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband