Bróðir minn

Ég veigra mér við að hringja í bróður minn af því að hann er æsingamaður og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég mynstur. Ég komst aldrei að þegar við töluðum saman, a.m.k. ekki ef við vorum ósammála. Hann æsti sig alltaf upp í rjáfur. Líka og ekki síður reyndar gagnvart mömmu sem kóaði með honum eins og ég. Ég er mjög málgefin eins og fólk minnir mig oft á en ég held að flestum finnist ég sanngjörn í skoðanaskiptum og ég leyfi sannarlega fólki að tjá sig.

Ég hef í rúmt ár reynt að fá bróður minn til að borga mér skuld frá árinu 2008 sem hann gat ekki borgað í meira en áratug en nú getur hann það. Hann treður bara höfðinu í sandinn og vonar að stormurinn líði hjá. Honum finnst einfaldlega í lagi að skuld upp á 7 milljónir -- já, sem samsvarar t.d. endurgerð eldhúss og baðs í dag -- falli á mig. Hann er útsmoginn og kemur vel fyrir þegar fólk kynnist honum en er svo líklegur til að svíða af því peninga eða annað sem nýtist honum. 

Samkvæmt lögum er skuldin fyrnd af því að ég byrjaði ekki að rukka bróður minn innan fjögurra ára frá lánveitingunni. Það hvarflaði aldrei að mér að hægt væri að líta á lán litlu systur sem viðskiptaskuld sem þyrfti að stofna kröfu um og það hvarflaði á þeim tíma aldrei að mér að hann ætlaði einfaldlega að stela af mér láninu. En hann hefur sagt við fólk sem við þekkjum bæði að ég þurfi ekki á peningunum að halda (sic!) og þess vegna ætli hann ekki að endurgreiða lánið sem hann gengst við. Svo er hann í viðtölum við fjölmiðla á vegum Sólheima með hugmyndir um bestu epli landsins. Það verður mesta undrið ef hann tollir þar í vinnu út árið. Ef hann gerir það fagna ég mjög og ef hann reynir ekki að hafa fé af fólki þar er það annað kraftaverk. Og þá get ég kannski líka gert mér vonir um að hann endurgreiði mér lánið með glöðu geði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband