Þriðjudagur, 28. júlí 2020
Þjófnaður er liðinn
Nú gætu einhverjir haldið að ég ætlaði að fjalla um stjórnmál og það er að vissu leyti rétt vegna þess að stjórnmál(amenn) setja lög og skv. lögum er hægt að sneiða hjá réttlæti, sanngirni, heiðarleika og sannleikanum.
Já, ég er enn að tala um bróður minn sem fékk lánaðar hjá mér fúlgur fjár árið 2008, aðallega til að spara vaxta- og lántökukostnað í banka en kannski hefði hann ekki einu sinni fengið lán, gegn því að hann endurgreiddi lánið þegar hann ætti fyrir því, í síðasta lagi þegar við fengjum arf eftir foreldra okkar. Sem betur fer lifðu þau lengi eftir árið 2008, mamma dó 2018 og pabbi 2019 og ég sakna þeirra enn, en ég held að það hafi ekki hvarflað að þeim frekar en mér að hann myndi einfaldlega snúa andlitinu undan, neita að svara póstum, neita að hitta mig og sannarlega neita að borga skuldina - sem hann kallar einmitt fyrnda! Hann gengst við henni en finnst ég nógu rík.
Það orð fer af sjálfstætt starfandi lögfræðingum að þeir kosti hálfan handlegg og þess vegna veigrar venjulegt fólk sér við að leita liðsinnis þeirra. En ekki bróðir minn, nei, þar hafði hann mikinn hvata og einbeittan brotavilja til að svína á mér og í skjóli fyrningalaga er hann varinn af því að ég fór ekki fram af mikilli hörku og með innheimtuaðgerðir þegar árið 2012.
Kannski sleppur hann með ránsfenginn en ég ætla aldrei að hætta að minna fólk á að garðyrkjumaðurinn á Sólheimum sem ætlar að rækta bestu lífrænu eplin og gera besta eplapæ landsins er þjófur og ef hann sér minnstu smugu mun hann stela af fólkinu sem býr þar. Það er öruggt, kannski ekki í ár meðan hann er að sólunda illa fengnu fé en það kemur að því. Og þá vona ég að þeir standi í lappirnar sem geta varist honum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.