Sameinum sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu

Ég trúi ekki öðru en að langflestir almennir borgarar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi vilji sameinast í eina Reykjavík. Þótt ég búi í Reykjavík er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það nafn verði valið á hið sameinaða sveitarfélag en það blasir við vegna stærðar höfuðborgarinnar og vegna þess að annars þyrfti að markaðssetja nýtt nafn í útlöndum. Mér væri slétt sama þótt nafnið breyttist í Hafnarnes eða Mosgarð ef það væri talið praktískt.

Hver er samanlagður fjöldi íbúa í öllum þessum sveitarfélögum? Minni en í mörgum bæjum erlendis. Hver er ávinningurinn af kónga- og drottningaveldinu? Væri ekki betra að reka sorphirðu, slökkvistarf og almenningssamgöngur ef bæjarfélagið væri tiltölulega stórt og ein yfirstjórn? Væri ekki gott að losna við milliliðina? Ef Kópavogur þarf að vera sérstakt bæjarfélag ætti Breiðholtið alveg eins að vera það.

Ég vil sem sagt sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og hef margsagt það. Ég er hins vegar með bannmerki í símaskránni þannig að ég lendi aldrei í þannig úrtaki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband