Heimkomusmitgát

Nú er ég búin að lesa þessa frétt tvisvar frá orði til orðs og ég get ekki fengið það út að það sé sanngirnismál að fólk sem fer í sumarfrí til útlanda eigi að fá heimkomusmitgát í boði vinnuveitandans þegar það kemur heim. Ég hef ekki lesið leiðbeiningarreglurnar sem vísað er í en held að ég skipti ekki um skoðun á því að ef maður skýst til Tenerife í hálfan mánuð og þarf síðan að vera heima hjá sér í fimm daga án þess að mæta í vinnu eigi vinnuveitandinn ekki að borga þá daga – og ef eitthvað er að gera í vinnunni vinna hana væntanlega þeir sem ekki fóru í áhættufrí. 

Það væri gaman að fá leiðréttingu ef ég misskil hugmyndina eitthvað. Ég tek fram að ég er ekki vinnuveitandi þannig að ég hef enga persónulega hagsmuni af útleggingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég velti fyrir mér hvers vegna manneskjan krefst þess ekki einfaldlega líka að starfsfólkið sé á fullum launum meðan það er í fríi. Er frekjan og yfirgangurinn orðin gersamlega taumlaus?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.8.2020 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband