Laugardagur, 8. ágúst 2020
Nettó á Egilsstöðum
Eins og hálf þjóðin hef ég verið fyrir austan í sumar. Ég fór í Stuðlagil, en bara stuttu leiðina þannig að ég mun fara aftur, en ég fór líka í Nettó á Egilsstöðum. Þar keypti ég (því miður bara einar) nærbuxur sem ég var einmitt að hengja upp úr vélinni rétt áðan og ég hugsa með trega til lélegs úrvalsins í Lágmúlanum sem er miklu fátæklegra en á Egilsstöðum. Og fyrir austan keypti ég líka snakk með ediki, því miður líka bara einn poka og hann er löngu búinn ... enda borðuðum við fjögur upp úr honum. Ætli markaðurinn fyrir kartöfluflögur með ediksbragði sé minni á höfuðborgarsvæðinu? Ég sakna bragðsins enn ...
Athugasemdir
Halló - kíkja í Nettó í Mjódd .... :)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 15:44
Snakk með ediki þar? Og bestu nærbuxurnar? Ég þangað.
Berglind Steinsdóttir, 11.8.2020 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.