Ég trúi á álfa

Á laugardaginn týndi ég lykli. Þá beit mig líka köttur en það er önnur saga sem heldur áfram hjá heilsugæslunni á morgun. Lykillinn var aukalykill en mér þótti samt verra að tapa honum og leitaði dyrum og dyngjum og sannarlega víða þar sem ég reiknaði ekki með honum. Ég var farin að þrífa undan dragsíðum ofnum þannig að aukaverkanirnar voru ágætar. Í morgun fann ég síðan lykilinn í vasa sem ég hafði leitað í. Dagsatt. Ég held að hann hafi skilað sér þegar ég byrjaði að tala um að hans væri saknað -- og þar voru álfarnir að verki!

Ég meina, hvað annað gæti það verið? laughing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband