Þriðjudagur, 11. ágúst 2020
,,eiga við skýrsluna
Ég efast ekki um að Helgi Seljan hafi hlaupið á sig í lífinu eins og flestir. Nú er ég búin að horfa á þátt Samherja um skýrsluleysið, þ.e. skýrsluna sem Helgi á að hafa sagst hafa notað en var ekki til en hann átti samt við ... stopp núna. Þessar 12 mínútur af YouTube-mynd ganga ekki upp, allt klippt sundur og átt við.
Ég veit að ég er ekki inni í neinum þessara mála Samherja af því að allar skýrslur og öll gögn eru í öðrum skúffum en ég hef aðgang að en þessi loðmulla með dramatísku tónlistinni sannar hvorki neitt né sannfærir mig.
Hvernig er hægt að eiga við skýrslu sem er ekki til? Og það að eiga við væri að auki líklega helst það að fela persónugreinanlegar upplýsingar.
Ég væri orðlaus ef ég væri ekki svona mikill orðhákur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.