Peningar tala

Ég hef mikla ást á sannleikanum. Illa fengnir peningar hafa mikinn áhuga á að leyna sannleikanum. Ég ítreka að ég hef ekki aðgang að öllu sem aðilar máls í Samherjamálunum hafa og tek þannig ekki afstöðu til þeirra að öðru leyti en því að ég finn hvaða rök virka á mig.

Í mjög langan tíma hef ég verið sannfærð um að auðlindum þjóðarinnar sé ójafnt skipt. Ég er millistéttartútta og hef það gott. Ég átti foreldra sem gátu veitt mér gott atlæti og hvöttu mig til að læra það sem mig langaði til að læra. Ég hef alla ævi unnið fyrir mér og haft ásættanlegar tekjur sem er ekki hægt að segja um allt gott fólk með góða menntun. Stórum stéttum er haldið í launalægð og á sama tíma er peningum dælt til puntustétta og barnanna þeirra. Tiltekinn hópur Íslendinga þarf nákvæmlega ekkert að hafa fyrir lífinu, ja, nema þá að verjast sannleikanum.

Þegar menn eiga svo mikla peninga að þeir sofa ekki vært á næturnar af ótta við að þurfa einhvern tímann að borga fyrir þau gæði sem streyma til þeirra á gott og sannleikselskandi fólk að taka upp hanskann fyrir þá sem leita sannleikans og réttlætisins logandi ljósi.

Áfram RÚV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband