Smáatriði eru mínar ær og kýr

Ég er með BA í smásmygli. Nei, ég hef haft lífsviðurværi mitt af því að fara yfir mál annarra og laga að málstaðli og mér hefur þótt það skemmtilegt og áhugavert. Í því felst að leita að villum og þá þarf maður að vera smásmugulegur.

Í sumar hef ég verið að skrifa MA-ritgerð um muninn á talmáli og ritmáli. Það er aðallega skemmtileg stúdía en dálítið lýjandi af því að maður fær efasemdir. Er ég á réttri leið? Er þetta of mikið smáatriði? Hefur einhver annar en ég áhuga á þessu?

Ég vildi bara létta þessu af mér af því að mér líður betur þegar ég er búin að segja suma sjálfsagða hluti. Hver fær ekki efasemdir um rannsóknirnar sínar? 

Should You Use Emoticons and Emojis at Work? - HR in ASIA

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Á árum áður þegar ég samdi og skrifaði kennslubækur sem hluti af starfi mínu við tölvukennslu, komst ég að því að ég væri óskrifandi, því góður maður tók fyrstu þrjár bækurnar mínar og fór yfir hvern staf með blýanti.

Þvílíkt sem hann pirraði mig, og ó hversu aumur ég var á sálinni eftir meðferðina, og þvílíkt sem ég hugsa fallega til hans þegar mér tekst að hnoða saman texta. Ekki síst finnst mér gaman að tæta málið í orði vitandi að í texta myndi ég sleppa því.

Oft þegar ég velti fyrir mér hugtökum - enda mikill áhugamaður um heimspeki og merkingarfræði - hugsa ég til alls þess fólks sem á öldum áður kom fram með orð sem aldrei höfðu verið sögð eða rituð, til að túlka meiningu sem hugsanlega hafði áður verið hugsuð.

Hef ósagt látið hvað ég vildi meina. Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 19.8.2020 kl. 00:27

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Skemmtileg hugleiðing hjá þér, Guðjón, og ég er að hugsa um að túlka hana mér í hag ...

Berglind Steinsdóttir, 19.8.2020 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband