Samgöngustyrkir

Algjörlega að þarflausu fór ég að velta fyrir mér samgöngusamningum. Þeir eiga að hvetja fólk til að koma ekki á bíl í vinnuna og t.d. hjá Reykjavíkurborg voru þeir upp á 6.000 kr. á mánuði 2017. 6*12 eru 72 enda hljóðaði samningurinn upp á 72.000 á ári og var líka greiddur í sumarfríi.

Í spurningum og svörum hjá Landspítalanum er beinlínis spurningin:

Fæ ég samgöngustyrk meðan ég er í sumarfríi?

Svarið er: Já.

Ég þekki núna dæmi um annað og það gengur fram af mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband