Svarthvítur glæpur

Ég var mikill lestrarhestur á mínum yngri árum en nú kalla ég mig góða ef ég les heila skáldsögu í hverjum mánuði. Í síðustu viku þurfti ég að skila skólabókum á bókasafnið og ákvað að grípa Glæp við fæðingu og taka með mér heim. Á laugardaginn ákvað ég að hringa mig með hana á svölunum og las næstum alla. Hún er sársaukafull og um afskaplega erfiða bernsku og æsku í glæparíkinu Suður-Afríku, þar sem sögumaður ólst upp. Ástæðan fyrir því að hann sendi þessa bók frá sér rúmlega þrítugur er að hann komst út úr hverfinu, „húddinu“, og hann segir sjálfur að hann eigi allt mömmu sinni að þakka sem skammaði hann blóðugum skömmunum ef henni þótti ástæða til með það fyrir augum að skóla hann til svo löggan gerði það ekki. Hann var líka nógu glúrinn til að koma alltaf standandi niður og þess vegna varð hann ekki innlyksa í húddinu og koðnaði niður eins og eru örugglega örlög margra.

Sagan er um þungt efni en æsispennandi og fljótlesin vegna stílsins. Og Trevor Noah kvað vera vinsæll uppistandari og hlaðvarpsstjórnandi í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband