Laugardagur, 29. ágúst 2020
Sundabraut
Alla mína ævi hefur verið talað um nauðsyn Sundabrautar en mönnum ekki borið saman um hvort efri eða neðri gerð væri heppilegri, hvort hún ætti að koma inn á Langholtsveginn eða vestar, hvort vistkerfinu stæði hætta af framkvæmdinni og ég man ekki lengur hvað og hvað. En nú er kannski nauðsynlegt að hrinda henni í framkvæmd og hvernig standa málin með flugstöðina? Er verið að stækka hana núna meðan aðsókin er lítil og búa í haginn fyrir framtíðina? Ef ég væri blaðamaður ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.