Mánudagur, 31. ágúst 2020
Orðabúrið
Sprenging hefur orðið í hljóðbókaútgáfu undanfarið en á Spotify er líka stórskemmtilegur þáttur tveggja manna um síður úr orðabók. Pétur og Kristján spjalla saman um áhugaverð orð á einni orðabókarsíðu í senn, mynda setningar með skringilegum orðum og hafa svo gaman af því sjálfir að það er ekki hægt annað en að hrífast með. Sjálfri finnst mér það skemmtilegra en að hlusta á sögur sem ég get lesið sjálf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.