Mánudagur, 31. ágúst 2020
Nöldurseggurinn - finnska bíómyndin
Horfið á hana. Hún er það fyndnasta sem ég hef séð í háa herrans tíð. Hún er dálítið ýkt eða maður gæti haldið það ef maður þekkir ekki svona karlfauska en þeir eru víst til. Föt sem nöldurseggurinn keypti á konuna sína 1973 og eru óslítandi eru gjöf sem hann færir tengdadóttur sinni með orðunum: Þau hafa verið þvegin á hverju ári og aldrei hefur þurft að staga í þau.
Vonandi býður RÚV upp á fleiri finnskar myndir á næstunni. Húmorinn er mér að skapi.
Athugasemdir
Algerlega frábær mynd. Finnar eru snillingar í kvikmyndagerð. Kaurismaki bræður fara þar fremstir í flokki.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2020 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.