Miðvikudagur, 2. september 2020
Aðbúnaður á hjúkrunarheimilum
Því miður trúi ég hverju orði í þessari frásögn. Pabbi minn var á Hrafnistu í tæp tvö ár og við sáum hann koðna niður. Samt fór systir mín til hans á hverjum degi sem hún var á landinu og ég þrisvar í viku og oftar þegar leið á dvölina. Starfsfólkið missti hann þegar það hjálpaði honum fram úr rúminu, hundsaði hann, skammaði hann, bæði fyrir að liggja fyrir og vera á ferðinni. Ég kvartaði skriflega og mér var sagt að aldrei hefði verið kvartað. Við systur fengum fund með umboðsmanni aðstandenda, indælli konu sem gerði ekki neitt.
Ég fæ kökk í hálsinn og illt í hjartað þegar ég rifja þetta tímabil upp. Við fylgdumst auðvitað mest með pabba en við sáum alveg hvernig annað fólk á ganginum var hundsað.
Ég get nafngreint fólkið sem hugsaði mest um að horfa á sjónvarpið eða sinna samfélagsmiðlunum og líka hjúkkurnar sem hreyttu í fólk en læt duga að segja Hrafnista sem vekur með mér nægan hroll.
Það er ekki tilhlökkunarefni að eiga eftir að eldast og verða minna sjálfbjarga í þessu kompaníi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.