Meðvirkni

Ég þekki ekki til en ef nokkuð er að marka frásögn fráfarandi safnstjóra í Gerðarsafni er bullandi meðvirkni í Kópavogi. Ég felli ekki dóma yfir því sem ég þekki ekki sjálf þannig að ég slæ þennnan varnagla, en ég held eindregið að íslenskt samfélag sé gegnsýrt af meðvirkni. Kannski er það smæðin, við veigrum okkur við að stugga við vinum og vandamönnum, en kannski er það miklu útbreiddara í heiminum. Líklega er það vandamál í Bandaríkjunum ...

Skilum meðvirkninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Okkur er sagt að þetta sé meðvirkni og það er að mörgu leyti rétt. Í hundaþjálfun notar maður eiginleika annarra spendýra til meðvirkni þegar maður kennir manni og hundi að vinna saman að markmiði, s.s. að finna týnda manneskju á víðavangi, í stórhríð eða í myrkri uppi á heiðum.

Smámsaman áttar maður sig á því að þegar okkur er sagt að við séum haldin meðvirkni, þá er um sálfræði að ræða, því við vitum ekki hvernig náttúruleg meðvirkni virkar, því hún er ómeðvituð. Þegar okkur er sagt að þetta óskiljanlega fyrirbæri sé orðið ráðandi, töpum við fyrirfram.

Hundar hafa aðferð til að brjóta upp þetta ferli innan hópa sinna. Þegar maður kynnist því áttar maður sig á að við erum á valdi innprentaðs hugsleysis og þjálfaðrar hudeyðrar; Því kerfishugsunin útrýma fólki sem þora að hugsa út fyrir rammann.

Hundar hins vegar nýta sér þá hunda sem hugsa sjálfsætt til að leiðbeina meðverkninni.

Guðjón E. Hreinberg, 13.9.2020 kl. 15:24

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Leiðrétting á "hugsleysis og þjálfaðrar hudeyðrar" -> hugleysis og þjálfaðrar hugdeyfðrar" - ég vélrita of hratt og það er ekki hægt að laga athugasemdir. Afsakið hinar smávillurnar :)

Guðjón E. Hreinberg, 13.9.2020 kl. 15:26

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Áhugavert. 

Berglind Steinsdóttir, 13.9.2020 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband