Fimmtudagur, 8. október 2020
Kappræður varaforsetaefnanna
Ég sofnaði tvisvar yfir kappræðunum í gærkvöldi. Já, þær voru náttúrlega seint á dagskrá en þegar Kamala Harris var spurð í blábyrjun hvernig ætti að bregðast við heimsfaraldrinum úthúðaði hún þeim aðgerðum sem hefði verið farið í eða ekki farið í nú þegar. Ég held að við séum mörg sammála um að Trump kunni sig ekki og ég held líka að flestir áhorfendur hafi vitað að varaforsetaefni andstæðings Trumps kunni ekki að meta hann þannig að ég hefði viljað sjá uppbyggilegt svar.
En kannski er ég bara ekki nógu góð í ensku ... eða kannski geri ég þriðju tilraunina í kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.