Tvö ár og níu mánuðir

Í dag eru í alvörunni tvö ár og níu mánuðir síðan mamma dó. Alveg óskiljanlegt. Grátlegt og næstum ófyrirgefanlegt. Fólk heldur kannski að það sé auðveldara að kveðja ástvini sína þegar þeir hafa náð háum aldri. Það er ekki auðvelt. Ég þakka fyrir að hafa ekki þurft að fylgja neinum bráðungum en það var samt erfitt að sjá á bak mömmu níræðri. Og ef mamma hefði náð pabba í aldri ætti hún enn fimm ár eftir. Ég sakna hennar sárt og allra prakkarastrikanna sem við áttum eftir að fremja saman.

Það sem ég hugga mig við er að við vorum góðar vinkonur og að ég hef ástæðu til að sakna hennar alla daga.

við mamma bleika 2016


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband