Miðvikudagur, 14. október 2020
Netpartar og Terra
Ég fylgdist með þegar umhverfisverðlaun SA voru afhent í morgun. Umhverfið er einhver dýrmætasta eign okkar og brýnt að fara vel með það. Þess vegna vekur það furðu mína að sjá ekki í neinum fjölmiðli umfjöllun um Netparta og Terra eftir daginn. Ég þykist eitthvað vita um Terra (nei, ég er ekki að vinna þar) en viðtalið við Aðalheiði Jacobsen hjá Netpörtum var aldeilis stórkostlegt og um hana vissi ég ekkert. Þvílík framsýni, þvílíkur frumkvöðull.
Einkennisorð fyrirtækisins eru
Minni sóun. Minni urðun. Betra umhverfi
og ég er viss um að nettröllið Vagn sem er aftur farið að gera ómálefnalegar athugasemdir við færslur hjá mér getur ekkert haft á móti því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.