Fimmtudagur, 15. október 2020
Ein setning sem ég segi aldrei
Setningin er: Ég hef ekki tíma til þess.
Auðvitað getur komið fyrir að maður hafi ekki tíma til að 1) tala í símann, 2) sækja einhvern, 3) lesa eitthvað, 4) fara í búðina, 5) elda steik fyrir einhvern ákveðinn tíma. Einhverjir klukkutímar eru ásetnir, einhverjir dagar, maður er ekki í bænum eða maður er algjörlega upptekinn við eitthvað í einhvern tíma.
En ég hef tíma til að fara í leikhús, lesa bók, stunda hugleiðslu, ganga á fjöll, ala upp barn, fara í nám, vera í vinnu eða taka til ef ég er með einhvern hvata. Þetta er allt spurning um forgangsröðun og val.
Ég var að velta fyrir mér hvort ég hefði tíma til að einhenda mér í pólitík á næsta kjörtímabili ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.