Ein setning sem ég segi aldrei

Setningin er: „Ég hef ekki tíma til þess.“

Auðvitað getur komið fyrir að maður hafi ekki tíma til að 1) tala í símann, 2) sækja einhvern, 3) lesa eitthvað, 4) fara í búðina, 5) elda steik – fyrir einhvern ákveðinn tíma. Einhverjir klukkutímar eru ásetnir, einhverjir dagar, maður er ekki í bænum eða maður er algjörlega upptekinn við eitthvað – í einhvern tíma.

En ég hef tíma til að fara í leikhús, lesa bók, stunda hugleiðslu, ganga á fjöll, ala upp barn, fara í nám, vera í vinnu eða taka til – ef ég er með einhvern hvata. Þetta er allt spurning um forgangsröðun og val.

Ég var að velta fyrir mér hvort ég hefði tíma til að einhenda mér í pólitík á næsta kjörtímabili ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband