Mánudagur, 19. október 2020
Gert að hætta vegna aldurs?
Ég var að lesa héraðsdóm þar sem sjötug kona kærir skólastjóra fyrir að víkja sér úr starfi vegna aldurs. Ég las dóminn ekki frá orði til orðs en það sem mér finnst sláandi er að kennarinn stefnir að vísu sveitarfélaginu en virðist eiga sökótt við skólastjórann. Er reglan ekki ófrávíkjanlega sú að fólk hættir í ráðningarsambandi í síðasta lagi í lok þess mánaðar þegar það verður sjötugt?
Ég hef mikinn skilning á því að fólk vilji halda áfram í vinnu þótt það nái aldursáfanga, ekki síst ef lífeyristekjurnar hrökkva skammt, en í þessu tilfelli þyrfti annað hvort að breyta lögum eða hún hefði getað verið verkefnaráðin. Vildi skólastjórinn það þá ekki?
Á bls. 13 stendur:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.