Getur tannheilsa valdið heilabilun?

Ég veit ekki hvort ég heyrði skakkt í morgun en hafi ég heyrt rétt getur röng og léleg tannhirða valdið meiru en tannmissi, hún getur valdið alls kyns heilasköðum og á Alþingi í dag var hálft um hálft tekið undir það.

En af hverju er svona dýrt að fara til tannlæknis? Skattborgarar borga menntun tannlækna sem læra í HÍ og ég sé ekki eftir því frekar en öðru samfélagslegu, en ættum við þá ekki að njóta þess í minni kostnaði?

Ég hef heyrt að það kosti 8 milljónir að mennta einn tannlækni. Af hverju borga tannlæknanemar bara hóflega fyrir sína skólagöngu, 75.000 á ári, en listnemar allt að 1 milljón á ári? Og það er ekki eins og listnemar sem útskrifast geti gengið að vinnu vísri en samt viljum við að listir og menning auðgi anda okkar og gefi lífinu fyllingu og lit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband