Fimmtudagur, 22. október 2020
Að nota hverja mínútu tvisvar
Mamma kallaði mig oft múltítösku og okkur fannst það báðum fyndið. Ég hafði einhvern tímann sagt henni frá ensku sögninni multitask og sagst vera að múltítaska.
Við skemmtum okkur oft yfir þessu en núna er ég svo ánægð með að ég hafi ekki lengur þörfina fyrir að nota flestar mínútur tvisvar. Ég er farin að njóta þess meira sem ég er að gera hverju sinni. Get þó sagt með gleði að lagði yfirleitt öll verkefni til hliðar þegar ég var hjá mömmu og pabba. Nú er ég mjög þakklát fyrir okkar góða tíma þótt hann hefði sannarlega mátt vera lengri. Það er nefnilega erfitt að sjá á bak fólki sem manni þykir vænt um þótt það sé komið á tíræðisaldur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.