Opinberir starfsmenn

Ég hef verið opinber starfsmaður og mér hefur alltaf fundist augljóst að ég yrði að gæta hófs í því hvernig ég bæri mig og hvað ég bæri. Að vísu finnst mér það bara yfirleitt. Þess vegna skil ég ekki að lögreglumenn festi á sig nokkurn skapaðan hlut sem getur varpað rýrð á þá eða fagið eða valdið öðrum tjóni eða uppnámi.

Að sama skapi finnst mér ótækt að fólk segi, hvort sem er í hópi eða á netinu, að lögreglumenn séu upp til hópa rasistar eða eitthvað í þá veru. Eitt rotið epli - og ég er ekki að fella neinn dóm um neinn einstakling með þessu - þýðir ekki að allur kassinn sé skemmdur. Ef rotna eplið fær hins vegar að liggja í kassanum til lengdar skemmir það út frá sér.

Dómsmálaráðherra finnst mér hafa talað af skynsemi og það hlýtur að vera hægt að lenda þessu fánamáli ... svo við getum aftur farið að tala um smit og kórónur. 

tongue-out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband