Maður og verkefnið sem hann tekur að sér

Ég átti í útistöðum við lögmann bróður míns. Bróðir minn, Gummi, er siðlaus og hafði mikla peninga af mömmu og pabba, í og með af því að hann er óvirkur alkóhólisti og spilaði oft út því spili. Þau gerðu margt til að halda honum frá vímugjöfum og létu hann í því skyni hafa mikinn pening sem ég get aldrei reiknað nákvæmlega út. Þau voru fjár síns ráðandi og máttu gefa honum það sem þau vildu en að auki lánuðu þau honum 10,5 milljónir sem eru til pappírar fyrir, bara ekki þinglýstir og/eða undirritaðir af Gumma. Hann veit þetta sjálfur og hlær að því eins og þvi að hann fékk lánaðar hjá mér 7 milljónir árið 2008 sem hann ypptir bara öxlum yfir og segist ekki ætla að borga. Og ég lánaði honum líka í þeirri góðu trú að undirskriftir væru óþarfar og að hann myndi borga mér þegar hann gæti.

Bróðir minn er svona og flestir sem þekkja hann aðeins dýpra en á yfirborðinu hafa séð í gegnum hann.

Hann réð sér lögmann þegar mamma dó af því að hann ætlaði að ná meiri peningum út úr hennar hluta og út úr pabba. Fyrsti lögmaðurinn sem hann talaði við tók verkefnið ekki að sér. Næsti gerði það hins vegar. Sagt er að maður megi ekki samsama manninn verkefninu og lögmenn leggja mikið upp úr orðspori sínu. Gott og vel, en ef lögmaður tekur að sér að ganga erinda manns sem hann veit að er siðlaus en hefur einhverja peningavon sem hann fær hlutdeild í finnst mér hann a.m.k. ekki vandur að virðingu sinni. Maður sem ver harðsvíraðan morðingja sem kemst undan refsingu vegna tæknivillu finnst mér ómerkilegur maður. Þetta er myndmál og mér finnst meiri glæpur að drepa en stela.

Ef ég tæki að mér að prófarkalesa nákvæmar leiðbeiningar um hvernig konu skyldi nauðgað fyndist mér ég vera að blessa verknaðinn og myndi þar af leiðandi augljóslega ekki taka verkið að mér þótt ég gæti unnið framúrskarandi fagvinnu. Af hverju má ekki ætlast til þess að menn afþakki ógeðsleg verkefni? Má peningavonin sín alltaf meira og erum við bara dús við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband