Mánudagur, 2. nóvember 2020
Bévítans guðhræðslan
Brimbrot! Átakanlega mögnuð mynd. Auðvitað ástarsagan, en hvað er hægt að segja um þessa tegund trúar? Hina ótrúverðugu trú Bess á guð sinn sem sprettur upp í trúarofstækissamfélaginu sem hún elst upp við? Og yfirlæti hinna trúuðu sem leyfa sér að sparka í þá sem eru þeim ekki þóknanlegir? Þvílíkur yfirdrepsskapur. Ég held að þennan yfirdrepsskap sé ekki að finna hér, a.m.k. ekki í mínu nærsamfélagi, og ég trúi að hann sé á undanhaldi.
Mögnuð mynd sem ég hafði séð en mundi ekki hvernig endaði. Gæsahúð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.