Miðvikudagur, 30. maí 2007
Aðkoma og úrelding Kvennalistans
Í ljósi þrálátrar umræðu um kynjaskiptingu ráðherra ríkisstjórnarinnar velti ég fyrir mér hvort mönnum finnist almennt að Kvennalistinn hefði betur setið heima.
Skiptir máli að hafa þingmenn úr sem flestum landshlutum? Skiptir máli að aldursdreifing sé nokkur? Bakgrunnur? Menntun? Fjölskyldustaða?
Er ekki gott að hafa fjölbreytni? Af hverju urðu feðraorlof ekki almenn fyrr en fyrir sjö árum? Eru þau kannski ýkt? Vilja menn frekar að feður séu ekki heima hjá hvítvoðungunum? Taka feður fæðingarorlof og vinna svart? Það hefur maður heyrt.
Og var ekki gott að Kvennalistinn pakkaði saman og fór þegar honum fannst hann hafa áorkað því sem fyrir honum vakti?
Athugasemdir
Líf mitt var einfaldara með Kvennalistanum. Þá var ég ALDREI í vafa hvern ég átti að kjósa.
Já það er gott að hafa fjölbreytni.
Feðraorlofið gerir sitt gagn þó suma feður skorti þann þroska að taka það til að verja samvistum með barninu sínu. Svörtu sauðirnir smíða pall, vinna svart eða byggja hús. Hinir snýta og skeina, þeir fá plús frá mér.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.