Bóluefni tefst

Í vor og sumar reiknuðum við ekki með bóluefni á árinu. Þórólfur margsvaraði spurningum með því að margir óvissuþættir gætu breytt plönum. Einhverjir hópar hafa verið á hlutabótum undanfarið vegna efnahagsvanda og atvinnumissis. Ekki aðeins sá hópur verður fyrir skerðingu, heldur líka launafólk sem heldur launum sínum að nafninu til en borgar hærra matarverð. Öll erum við skattlögð meira en við vorum og næsta kynslóð blæðir líka vegna allra lánanna sem hafa verið tekin.

Við ættum öll að vera í þessu saman.

Sumir vilja ekki einu sinni bólusetningu. Er ekki alveg öruggt að sá hópur ber sig ekkert illa núna?

Það besta sem ég get gert er að anda í kviðinn og treysta vísindamönnunum. Mín plön fokkuðust rækilega upp út af Covid en ég get ekkert gert við því. Þess vegna er mantran mín: Ég hef það gott, en það er auðvitað val sem við höfum, að gera gott úr hlutunum.

Ég skil að algjört tekjufall og miklar fjárhagsskuldbindingar valdi meiri streitu. Hvað ætli sá hópur sé stór?

Ég minni aftur á spænsku veikina sem lagði fólk unnvörpum í gröfina fyrir 102 árum vegna þess að sjúkdómurinn smitaðist svo auðveldlega og var skeinuhættur. Nú erum við upplýstari og þurfum ekki að stráfalla og ekki heldur að benda endalaust fingri á einhver yfirvöld.

Bóluefnið kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband