Mánudagur, 21. desember 2020
Sænskt töfraraunsæi
Sænska bíómyndin Dásamleg helvítis jól var sýnd í línulegri dagskrá á föstudaginn. Ég var - ótrúlegt nokk - upptekin þá en mér var ráðlagt svo eindregið að horfa á hana að ég horfði á hana í gær! Og ég hló með látum og andköfum þannig að ég skora á þá sem hafa gaman af sænskum öfgahúmor að hafa hraðar hendur því að hún er bara í spilaranum fram á jóladag.
Smáa letrið: Auðvitað er sumt svolítið eins og sænsku uppgjörsmyndirnar en klisjurnar eru svo vel gerðar að ég sé fram á að hlæja alveg fram að jólum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.