Áramótaskaupið 2020

Mér fannst skaupið í ár mjög skemmtilegt. Mér finnst það oft og er búin að átta mig á að þegar leikarar eru margir finnst mér það betra. Þá eru valdir leikarar sem henta hverri rullu.

Ég tók nokkur skjáskot af atriðum sem mér þóttu hitta í mark.

Öll endurvinnsluatriðin voru æði. Hálf þjóðin fór í endurbætur heima hjá sér og sumir þurftu að losa sig við mikið spilliefni.

Spilliefni

Vilhelm Neto heldur niðri í sér andanum ... þangað til hann getur það ekki lengur.

Halda niðri í sér andanum

Hrikalegt álag að ferðast innan lands, allir búnir að fara í Stuðlagil, á Rauðasand og auðvitað Fimmvörðuhálsinn.

Ferðast innan lands

Falsaða skjalið sem var ekki til.

Samherji

Veggjakrotið. Og Þorsteinn Bachmann átti stjörnuleik eins og venjulega.

Nýja stjórnarskráin

Og við klárum þetta saman!

Kórinn syngur árið út

Svo er stóra Þorláksmessukvöldinu bætt við aftan máls.

Ásmundarsalur

Ég skellihló oft og þess á milli kumraði í mér. Frábært skaup. Hvað vantaði? Örugglega margt en ég horfði líka á fréttaannálana og það er ekki hægt að troða öllu inn í þriggja kortera þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband