You are fired!

Mér skilst að setningin You are fired sé einkennismerki raunveruleikasjónvarpshetjunnar sem við köllum núna fráfarandi forseta Bandaríkjanna. Og mér skilst að áhangendur hans kunni að meta þessa ákveðni og líti á Trump sem gáfaðan og réttsýnan mann.

Við hin sjáum ekki einu sinni það sem gæti verið gott við hann. Eitthvað hlýtur það að vera. Menn hafa sagt mér að efnahagslífið hafi náð sér á strik í Bandaríkjunum á hans tíma í embætti og að hann hafi kallað heri heim úr öðrum löndum. Það er gott ef satt er.

Ég sé mann sem niðurlægir - eða reynir að niðurlægja - andstæðinga sína, mann sem verður gjaldþrota en þvertekur fyrir það, mann sem lítur niður á konur og sigar lögreglunni á svarta menn. Hann neitar að uppfylla skilyrði Parísarsáttmálans í loftslagsmálum.

Hann er sjálfsagt góður við (sum) börn eins og sagt var um Hitler (þar með lýkur líkingunni) og auðvitað hefur hann einhverja óljósa kosti en hann skilur við bandaríska þingið í uppnámi og áberandi menn innan Repúblikanaflokksins hafa afneitað honum.

Um allt þetta eru áhugasamir um nokkurs konar pólitík búnir að lesa í ýmsum miðlum seinni part vikunnar. Ég fer hins vegar að bera þennan mann saman við bróður minn sem stal peningum af mér, stal peningum af mömmu og pabba, ásakaði systur okkar um skjalafals og hótaði henni málssókn, hreykti sér af því við bróður okkar að hann hefði fengið RAVinn hjá mömmu og pabba fyrir ekkert og selt hann svo fyrir 1,8 milljónir, réð sér lögfræðing sem er óþverri en fann einhverja klausu um fyrningu -- og enn er fólk sem heldur að Gummi bróðir sé í lagi. 

Ég áfellist ekki fólk, sem hefur ekki orðið fyrir barðinu á honum, þótt það umgangist hann og trúi honum. Ég áfellist ekki dætur hans þótt þær umgangist hann. Ég get ekki áfellst fyrrverandi yfirmann hans á Sólheimum sem varð að reka hann fyrir mistök (segir hann sjálfur á Facebook) þótt hún hafi ekki viljað hlusta á mig þegar ég benti henni á að hann væri ekki á vetur setjandi. Við virðumst mörg þurfa að reka okkur sjálf á þegar svona ómerkilegir menn ganga lausir.

gummi_juli_2020

Ég fylgdist ekki með kosningabaráttu Trumps og Clinton 2016 umfram það sem íslenskir fjölmiðlar buðu upp á og kannski ekki einu sinni nógu vel með því sem íslenskir fjölmiðlar buðu upp á. Ég var of upptekin af launavinnu og einhverju öðru persónulegu. Ég þekkti ekki fortíð Trumps og hefði aldrei giskað á að svona mikill siðblindingi yrði kosinn af helmingi bandarísra kjósenda.

En sennilega eru það mestu siðblindingjarnir sem vaða upp á sviðið uppfullir af sjálfsdýrkun og slá þannig ryki í augun á ótrúlegum fjölda fólks.

Þótt Gummi sé hvorki valinn né útvalinn og leiði enga hópa er hann fíkill. Hann hætti að drekka áfengi fyrir 30 árum en kannski er hann á einhverju öðru sem ég þekki ekki. Ég get alltént vottað að hann var fíkinn í læk á Facebook eins og sagt er um unglingsstúlkur. Hann setur sennilega daglega inn alls kyns statusa um gæði sjálfs sín og heilræði frá mestu hugsuðum og spekingum mannkynssögunnar sem hann þykist fara eftir.

Hér er Instagram-færsla frá nóvember 2019:

Færsla á Instagram 11. nóvember 2019

Þakklæti! Heyr á endemi, hann hefur alltaf tekið og ekkert gefið og aldrei þakkað fyrir sig nema í yfirborðslegum internetfærslum.

Ég er ekki alltaf að hugsa til hans, sem betur fer. Mikil orka hefur farið í að bölva honum og ergja mig yfir að ég hafi ekki séð í gegnum hann. Hann hefur engu áorkað í lífinu en honum hefur alltaf fundist hann hafa efni á að setja sig á háan hest og gera lítið úr öðru fólki. 

Ég lít niður á hann fyrir það sem hann hefur gert mér, hinum systkinum okkar, foreldrum okkar, viðskiptavinum þegar hann rak sjoppuna í Víðigerði og bændunum í Húnaþingi. Þegar ég spurði gagnrýninna spurninga á Facebook lokaði hann á mig. Hann hefur engin málefnaleg rök fyrir neinu sem hann gerir. Þegar ég spurði gagnrýninnar spurningar á Instagram lokaði hann síðunni. Hann á engin svör, hann á engan málstað, hann á engin rök. Hann á bara sjálfsupphafningu sína og hann er Trumpinn í minni fjölskyldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband