Ulven kommer - dönsk þáttaröð um barnavernd

Barnaverndarmál eru hörmuleg. Ég tala reyndar ekki af eigin reynslu þar sem ég þekki þau eingöngu örlítið sem túlkur á fundum fyrir allmörgum árum. Nei, þegar barni er misboðið á einhvern hátt er það hörmulegt, allir hljóta að vera sammála um það. Barnaverndarnefndir mega ekkert segja en það má gera leikna mynd um málið.

Úlfur, úlfur er átta klukkutíma maraþonþáttur sem ég horfði á í nokkrum skömmtum í spilara RÚV. Þáttaröðin er aðgengileg fram undir næstu jól og ég mæli eindregið með að fólk horfi. Kynningin á þáttunum er svona:

„Leiknir þættir um félagsráðgjafa sem hefur aðeins nokkrar vikur til að átta sig á því hver segir satt og hver ekki í fjölskyldu sem mögulega býr við alvarlegt ofbeldi. Segja börn alltaf sannleikann? Og hversu mikið er hægt að leggja á eina fjölskyldu? 

Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Af hverju flytur fjögurra manna fjölskylda fjórum sinnum milli landshluta á átta árum? Af hverju er félagsráðgjafinn svona ákafur í að leysa málið? 

Ég hamast hér við að segja ekki of mikið en get þó sagt að myndin er æsispennandi þótt einhverjum gæti þótt lopinn teygður. Mér finnst tímaásinn dálítið óljós en ekkert sem kom að sök og tónlistin, maður minn, er stórfengleg. Og auðvitað er röðin einhvers konar norrænt samstarfsverkefni á því herrans ári 2020.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband