YouTube-kynslóðin

Ég var búin að hugsa ýmislegt upphaf á þessari hugleiðingu um YouTube-kynslóðina, aðallega samanburð við hinar kynslóðirnar, t.d. kynslóð pabba sem lærði heilu ljóðabálkana utan að og kunni fram í andlátið. Pabbi hafði oft orð á því hvað honum fyndist dapurlegt að fólk lærði ekki lengur ljóð. En fólk veit sem er, að internetið geymir þau öll og að óþarft er að læra þau utan að.

Samt hef ég reyndar ekki fundið þessa ferskeytlu á netinu:

Hafragraut í heila stað
hefur þessi drengur,
gæna húfan hylur það
held ég ekki lengur.

Og þó! Ég gúglaði fyrstu línuna og fann hljóðdæmi! Neðsta línan er að vísu öðruvísi en kannski er mín útgáfa engu síðri.

Yngri kynslóðirnar kunna hins vegar að fletta upp og lesa sér til á augabragði um það sem mér finnst flókið tæknimál. Ef fulltrúi YouTube-kynslóðarinnar hefði ekki setið drjúga stund með mér um helgina að klippa þriggja kortera langa hljóðupptöku væri ég enn að reyta hár mitt - nema ég væri orðin alveg sköllótt.

Vonandi get ég núna sjálf notað Audacity við að klippa frétt fyrir föstudaginn. En ég þarf að gera fleira en að klippa fréttina ... ég þarf að finna mér viðmælendur, tala við þá og semja fréttina líka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband