Fimmtudagur, 11. febrúar 2021
40% af ... hagnaði?
Staðreyndin er bara sú að sjávarútvegurinn hefur greitt á umliðnum árum um það bil 20 prósent af hagnaði sem sjávarútvegurinn hefur greitt í auðlindagjaldið.
Eitthvað í þessa veru heyrði ég líka framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja í útvarpinu í dag, sem sagt að sjávarútvegurinn greiddi 20% af hagnaði. Ég hef reyndar líka heyrt talað um að sjávarútvegurinn greiði 10% en eins og við vitum er hægt að reikna út og suður þangað til maður fær ákjósanlega tölu.
Ef við látum okkur lynda að talan sé sú hærri, 20% af hagnaði, er hún samt til muna lægri en prósentan sem venjulegt launafólk greiðir af hagnaði sínum til að standa straum af kostnaði við að reka samfélag.
Athugasemdir
Það er vissulega rétt að upp að vissu marki má nota ýmsar leiðir til að stjórna hvað mikill hagnaður verður af fyrirtækjum, en fjármagn verður þó ekki tekið út úr þeim án þess að hagnaður verði til.
Hins vegar greiða útgerðarfyrirtæki bæði auðlindagjald og svo líka tekjuskatt (af hagnaði).
Sem betur fer greiðir hinir tekjulægri ekki hátt hlutfall af tejum sínum til ríkisins.
En sveitarfélögin eru annar handleggur og vert er að hafa í huga að það er ekki fyrr en tekjur aukast all nokkuð að ríkið lætur til sín taka. Sveitarfélögin eru hins vegar frekari til fjársns í veskjum láglaunafólks.
G. Tómas Gunnarsson, 12.2.2021 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.