Umönnun fullorðinna

Ég horfði á magnaðan spjallþátt um umönnun foreldra og tengdi svo sterkt við umræðuna. Fólk segir söguna af því úrræðaleysi sem einkennir hreinlega öldrun. Ég ætla ekki að endursegja sögurnar sem aðstandendur segja en segi fyrir mína parta að þótt ég sé góð dóttir, nú án foreldra, sé ég mest í lífinu eftir að hafa ekki verið enn betri dóttir og unnið minni launavinnu meðan mamma og pabbi lifðu. Þau voru býsna hraust, og ég þakka fyrir það, en um leið og fólk er orðið áttrætt og þarf heilbrigðisþjónustu virðist sem kennitalan banni að nóg sé gert til að létta því lífið.

Mikið innilega vona ég að þetta breytist og það sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband