Lífslokameðferð að vali lækna

Ég fæ svo mikinn hroll þegar ég les og heyri um dánartilfellið á Suðurnesjum. Ég þekki ekki til þess atviks en votta aðstandendum samúð mína og finn til með þeim.

Fyrir rúmum þremur árum dó mamma mín á Landspítalanum. Hún var eldhress til 28. október 2017. Þá skall hún á hnakkann á Kjarvalsstöðum þar sem hún var að kjósa til þings. Henni blæddi mikið. Ég var með henni og fór með henni á spítalann. Afsakið að ég segi það hreint út en sjúkraflutningamönnunum var eiginlega sama um hana, læknunum á bráðamóttökunni líka og næstum öllum í ferlinu sem fylgdi. Ég man ekki eftir neinum heilbrigðisstarfsmanni sem sýndi umhyggju eða neina natni en ég man að þegar hún fór að missa meðvitund í janúarbyrjun eftir millilendingu á Landakoti - sem var andstyggilegur staður - og fór á kvennadeild Landspítalans (þar sem skásta starfsfólkið var) var hún einfaldlega afskrifuð. Tvær konur með lækningaleyfi sem ég átti fund með á mánudegi sögðu af algjöru skeytingarleysi við mig og bróðurómyndina mína sem ég umgekkst þá enn að þetta væri búið og voru byrjaðar að jarða hana en þá var dýrleg kveðjuvika framundan. Svo missti hún endanlega meðvitund á föstudeginum og dó undir kvöld á laugardegi, 13. janúar 2018.

Ég fæ enn gráthviður þegar ég rifja upp síðustu mánuðina hennar mömmu en sem betur fer áttum við dýrlega síðustu viku á kvennadeildinni þar sem ég var næstum stöðugt hjá henni. Við stefndum til hennar öllu mögulegu fólki sem kvaddi hana af því að við vissum samt að lífið var að fjara út. 

En svei þessum læknum sem töluðu um hana eins og hlut.

Og svo þegar fólki í þessari stöðu er vikið í leyfi meðan verið er að rannsaka siðlaus vinnubrögð er það vafalaust á fullu kaupi hjá skattgreiðendum. Fólki er umbunað fyrir að fúska.

Svei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband